Monday, February 04, 2008

Vísindaleg spurning

Ég þarf að skrifa tveggja blaðsíðna ritgerð á frönsku um fyrri heimsstyrjöldina. Ég hef skrifað alveg heil 224 orð um þetta efni. Því set ég fram eftirfarandi vísindalegu spurningu, í fimm þáttum:

A) Hveru stórar þarf ég að gera spássíurnar til að fá þessi orð til að teygjast yfir 2 blaðsíður (1 og 1/2 línubil)?

B) Skyldi Grétar frönskukennari taka eftir því að "ritgerðin" mín er örmjór ormur sem strekkist eftir blaðsíðum með spássíum sem eru svo breiðar að hægt væri að lenda flugvél á þeim án tiltakanlegra vandræða?

C) Er yfirleitt mögulegt að skrifa 2 blaðsíðum um fyrri heimsstyrjöldina?

D) Hefur einhver gert það?

E) Af hverju?

5 Comments:

Anonymous Anonymous said...

1. ég dáist að þér fyrir þessi 224 orð.

5:28 PM  
Anonymous Anonymous said...

2.Efast um það, en maður veit aldrey. Það er svalt að geta lent flugvél á spássíum.

5:33 PM  
Anonymous Anonymous said...

ég er alveg viss um að það stangist á við mannréttindasáttmálann!

5:34 PM  
Anonymous Anonymous said...

4. Líkast til létu hraðstjórar á borð við Stalín,Lenín,Hitler og Grétar neytt fanga sína til þess í pyntingarskyni.

5:37 PM  
Anonymous Anonymous said...

5. það var annað hvort það eða að láta draga af sér táneglunar. Held að táneglukosturinn sé skárri...

5:38 PM  

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home