Sunday, April 15, 2007

Mér efst í huga

thad er 16 apríl, og ég hef verid í Brasilíu í 255 daga, og ég kem heim eftir 76.
Thetta er í fyrsta sinn sem seinni talan virdist of lág.
Núna finnst mér skríti tilhugsun ad ganga ekki inni á skónum. Ad fara ekki í skólann í skólabúningi. Ad fá ekki hrísgjrjón og baunir med öllum mat. Ad hafa lítinn tíma. Ad vinna. Ad vera ekki sérstök eda áhugaverd af thví ad ég er útlensk og raudhaerd. Ad thad ad lesa heila bók sé ekkert óvenjulegt.
Ég hlakka líka til; thad er margt sem ég sakna frá Íslandi, jafnt fólk sem hlutir, sidir eda matur.
En thessi póstur er ekki um thad.

Ég mundi um daginn eftir félagsfraeditíma í fyrra, ég man ekki hvenaer hann var, en thá var talad um femínisma.
Ég segi núna stolt: ég er femínisti. Thetta er játning, og ég segi thetta í sma tón og ég myndi segja "ég er alki" eda "ég er samkynhneigd" thví ad, ef daema má af tóninum í umraedum bekkjarins, thá er thetta ekki eftirsóknarvert. Ekki gott. Femínistar voru, thennan dag, daemdir sem vaelukjóar, karlahatandi og eiginlega tilgangslausir, thví ad samkvaemt gódri vinkonu minni sem lét skodanir sínar heyrdar thann dag höfum vid nád jafnrétti og ekkert meira ad gera.
Launamunurinn er af thví ad vid bidjum ekki um haerri laun, og bara thessvegna, sagdi hún.
Ég sagdi ekki mikid thennan dag, thví ad thó ad ég sé femínisti, og var thad líka thá thá vissi ég ekki hvad ég aetti ad segja. Launamunurinn er thad sem kemur mest fram, allavega hjá okkur sem erum svo heppnar ad hafa faedst á Íslandi. Anti-naudganabaráttán hjá femínistafélaginu kom líka upp, og var daemd sem vonlaus. Af hverju ad reyna? Haetta naudgararnir bara vid ef their sjá karlmann í "nei" bol?
Klámvaeding hvad? Thad er mitt val ad klaedast í minipilsi og magabol, og thad er einginn ad hóta dönsurunum í rappmyndböndunum til ad hrista rassin í myndavélina!
Ég hefdi getad sagt eitthvad um gífurlega stutta dóma fyrir naudganir, en mér datt thad bara ekki í hug.

Svo ég aetla ad segja nokkra hluti núna
Thad eru, enn thann dag í dag, 22 lönd í heiminum thar sem konur thurfa leyfi frá födur sínum eda eiginmanni til ad fá vegabréf eda ferdast.
Í tölum frá sameinudu thjódunum árid 2001 kemur fram ad "í heimunum, eru 51 prósent konur, thaer gera 66 prósent vinnunnar, fá 10 prósent af laununum og eiga minna en eitt prósent af fasteignunum."
Frábaert.

Umskurdur(Afríka og Asía), heimilsofbeldi(allstadar), mannsal á konum og ungum stúlkum til vaendis(sudur ameríka, austur evrópa), naudgun sem strídsvopn(Afríka, ádur asía), nýfaeddar stelpur bornar út thví ad foreldrarnir vildi strák(kína, indland) Ofbeldi vegna of lítils heimanmunds(Indland, Bangladesh) Naudgun (allstadar) kynferdisáreitni(allstadar) vaendi(allstadar) Ofbeldi gegn flóttakonum(Afríka, midausturlönd), skylduhjónabönd(Indland, Kína, mid-austurlönd, Afríka barnbrúdir(stúlkur sem eru giftar án sammthykkis theirra, oft til miklu eldri manna)
Ad ekki sé minnst á thad ad núna eru um 9% thingmanna heimsins kvenkyns, fóstureyding er ólögleg vída (til daemis hér í Brasilíu, en thrátt fyrir thad eru 200.000 konur sem leita sér laeknishjálpar árlega vegna vandamála sem stafa af ólöglegum fóstureydingum)


Thegar ekkert af thessu er til lengur thá skal ég glöd segja ad jafnrétti sé nád.


Meira um vandamálin hér ad ofan er ad finna hjá:
Amnesty International
Sameinudu thjódunum
Human Rights Watch/
Coalition against trafficking of women
MWC