Thursday, February 14, 2008

Guð forði mér frá Mississippi

Þeir sem þekkja mig vita að ég hef nýlega pirrast óendanlega yfir þeirri tillögu að það sé verið að reyna að setja lög sem banna fólki sem er of feitt að borða á veitingastöðum í Mississippi.
En Guð minn almáttugur:
Í Mississippi getur þú keypt byssu án þess að nokkur kíkji á sakaskrána þína, en titrarar eru bannaðir. Þetta eru snillingar, allir saman.

via

kisi kis

Kötturinn minn er í rúminu mínu að ráðast á koddann minn. Hann stökk áðan á tærnar á mér, en ég er sneggri en hann. Hehe.

Monday, February 04, 2008

Vísindaleg spurning

Ég þarf að skrifa tveggja blaðsíðna ritgerð á frönsku um fyrri heimsstyrjöldina. Ég hef skrifað alveg heil 224 orð um þetta efni. Því set ég fram eftirfarandi vísindalegu spurningu, í fimm þáttum:

A) Hveru stórar þarf ég að gera spássíurnar til að fá þessi orð til að teygjast yfir 2 blaðsíður (1 og 1/2 línubil)?

B) Skyldi Grétar frönskukennari taka eftir því að "ritgerðin" mín er örmjór ormur sem strekkist eftir blaðsíðum með spássíum sem eru svo breiðar að hægt væri að lenda flugvél á þeim án tiltakanlegra vandræða?

C) Er yfirleitt mögulegt að skrifa 2 blaðsíðum um fyrri heimsstyrjöldina?

D) Hefur einhver gert það?

E) Af hverju?