Friday, September 14, 2007

Breaking news

Friday, September 07, 2007

Stress

Ég veit ekki hvenær ég tók þá ákvörðun að standa mig vel í skólanum þetta árið. Það er reyndar ekkert óvenjulegt, því ég hef ákveðið þetta í byrjun hvers einasta skólaárs. Ég hef bara aldrei staðið við það - fyrr en núna. Og ég er ekki að fíla það alltof vel; það að leggja mig alla fram í verkefnaskilum(100%!) og mætingu (100%líka!) er gífurlega stressandi. Ég fæ martraðir þar sem ég mæti of seint í tíma. Og þá er skyndipróf. Það er bara ekki að ganga.
Ég íhuga að hætta í vinnuni til að hafa meiri tíma fyrir skólann.
Þetta er ekki líkt mér.
Ekki einungis man ég hvað ég á að læra fyrir alla tímana mína, ég læri langt fram í tímann í verkefnum sem ég hef áhuga á.
Þetta er heldur ekki líkt mér.
Ég er alltaf stressuð. Ég hef ekki nægan tíma. Ég hef ekki horft á einn einasta sjónvarpsþátt í mánuð.
Ég hef það á tilfinningunni að þessi nýtilkomni metnaður eigi ekki eftir að endast mjög lengi, en samt...Þegar ég er með 100% mætingu get ég ekki hugsað mér að skemma hana með því að mæta of seint, eða alls ekki. En við sjáum til. Ég er farin að læra.


PS: Stúdentsritgerðin mín er um jólin, neyslu og skammdegisþunglyndi tengu þeim. Ef þið hafið góðar hugmyndir, endilega látið mig vita :)