Tuesday, October 14, 2008

Ógnvaldur hinn krúttlegi

Þegar við Björg fluttum úr Breiðholtinu í Árbæinn ákváðum við að fá okkur kött, þar sem við erum báðar miklar kattavinkonur. Kötturinn sem varð fyrir valinu var hinn tignarmikli Ógnvaldur sem, þrátt fyrir að bera nafnið Ógnvaldur og að vera stærsti kötturinn sem við fundum í Kattholti, sýndi fljótlega að hann er óttalega feiminn í sér og viðkvæm sál.
Og þrátt fyrir að hann sé dekraðasti köttur landsins, hvað get ég gert við því? Ég knúsa hann og hrósa honum alltaf þegar hann er duglegur, eins og gott foreldri, varla er það mér að kenna að yfir daginn takast honum mörg afrek eins og að Klára Allann Matinn Sinn, Gera Sitt Í Sandkassann, Vera Duglegur Að Ná Dótamúsinni og Að Hoppa Upp Á Borð Alveg sjálfur.
Þegar við fengum hann settum við búrið hans á gólfið og opnuðum dyrnar, og bjuggumst við því að hann færi að kanna umhverfið. En hann lá þar sem fastast í nokkra klukkutíma, þar til við helltum greyinu úr búrinu því við þurftum að skila því. Þá sat hann sem fastast þar sem búrið hafði verið, en borðaði og drakk ef hann þurfti ekki að færa sig. Eftir að Ógnvaldur hafði borðað fylli sína reyndi ég að leika við hann með rándýru kattaleikfangi (bungee mouse!) og honum varð svo mikið um að hann flúði undir rúmið hennar Bjargar. Þar var hann í rúman sólarhring, eða þar til að við ákváðum að þetta gengi ekki lengur og snérum rúminu upp á rönd. Þá hélt hann sig undir kommóðu í nokkra tíma, en hreiðraði svo um sig í eldhússkáp, og þar sefur hann enn allar nætur.
Ég læri í rúminu mínu (mér finnst skrifborðið mitt ógnvekjandi) og þegar ég sit hér með bók eða tölvu kemur kötturinn uppí og leggst á lyklaborðið/bókina. Hann hangir þar þó ekki lengi, því þegar ég byrja að klappa honum verður hann svo hamingjusamur að hann veltir sér um allt rúm, malandi eins og saumavél þar til hann dettur framúr. Hann gleymir því alltaf að rúmið er ekki endalaust, og verður mjög móðgaður þegar rúmið færir sig ekki svo hann geti velt sér almennilega um af ánægju. Ég sver það, hann fór í kollhnís af gleði áðan, þegar ég klóraði honum á bak við eyrun.
En nóg um það. Ég geri mér grein fyrir því að fólk nennir ekki að lesa endalaust um köttinnn, þó hann sé allra katta yndislegastur og fullkominn í alla staði.

Monday, October 06, 2008

Já, það eru ár og öld síðan ég bloggaði


En mér til varnar þá hefur lítið gerst.
Ok, ok, ég flutti tvisvar, eignaðist kött, útskrifaðist úr Kvennó og hóf nám í sálfræði, en að öðru leyti hefur ekkert gerst.
Ó, ég gerði kattarmynd. Hún er þarna einhversstaðar.
Umm....
Ég var að lesa frétt á mbl.is þar sem af framboði var skrifað í einu orði, og ég var lengi að velta því fyrir mér hvað afframboði væri. Silly me...

Tuesday, June 03, 2008

anchovies anchovies you're so delicious
I love you more than all the other fishes!

Thursday, February 14, 2008

Guð forði mér frá Mississippi

Þeir sem þekkja mig vita að ég hef nýlega pirrast óendanlega yfir þeirri tillögu að það sé verið að reyna að setja lög sem banna fólki sem er of feitt að borða á veitingastöðum í Mississippi.
En Guð minn almáttugur:
Í Mississippi getur þú keypt byssu án þess að nokkur kíkji á sakaskrána þína, en titrarar eru bannaðir. Þetta eru snillingar, allir saman.

via

kisi kis

Kötturinn minn er í rúminu mínu að ráðast á koddann minn. Hann stökk áðan á tærnar á mér, en ég er sneggri en hann. Hehe.

Monday, February 04, 2008

Vísindaleg spurning

Ég þarf að skrifa tveggja blaðsíðna ritgerð á frönsku um fyrri heimsstyrjöldina. Ég hef skrifað alveg heil 224 orð um þetta efni. Því set ég fram eftirfarandi vísindalegu spurningu, í fimm þáttum:

A) Hveru stórar þarf ég að gera spássíurnar til að fá þessi orð til að teygjast yfir 2 blaðsíður (1 og 1/2 línubil)?

B) Skyldi Grétar frönskukennari taka eftir því að "ritgerðin" mín er örmjór ormur sem strekkist eftir blaðsíðum með spássíum sem eru svo breiðar að hægt væri að lenda flugvél á þeim án tiltakanlegra vandræða?

C) Er yfirleitt mögulegt að skrifa 2 blaðsíðum um fyrri heimsstyrjöldina?

D) Hefur einhver gert það?

E) Af hverju?

Thursday, December 27, 2007

Gleðileg Jól

...og farsælt komandi ár!

Sunday, November 11, 2007

Femínismi drap neanderthalsmennina

Ef bara okkur tækist að gera það aftur.


Ef þið lesið fréttina hér að ofan, þá vitið þið það. Femínismi gerir tegundir útdauðar.
Við ættum að hætta þessu undir eins. Til að bjarga tegundinni.